Hrátt grænmeti og fiskur á pönnu

Hrátt grænmeti og fiskur á pönnu
Hrátt grænmeti og fiskur á pönnu
Raðið fiskstykkjunum í smurt eldfast mót eða pönnu og kryddið. Létt steikið niðurskorið grænmetið og dreyfið því yfir fiskinn. Blandið saman sítrónusafa og börk ásamt ólífuolíunni hellið svo yfir fisk og grænmeti, bakað við 180 gráður í 10 mín.

Innihald:

  • 1 kg ýsa eða þorskur, skorin í hæfillega bita
  • 1 laukur
  • 4 gulrætur
  • ½ blómkálshaus
  • 1 brokkolí haus
  • 1 stk sítróna
  • 100ml ólífuolía
  • Salt og svartur pipar

Aðferð:

Raðið fiskstykkjunum í smurt eldfast mót eða pönnu og kryddið.
Létt steikið niðurskorið grænmetið og dreyfið því yfir fiskinn.

Blandið saman sítrónusafa og börk ásamt ólífuolíunni hellið svo yfir fisk og
grænmeti, bakað við 180 gráður í 10 mín.

Gott með salati.


Verði ykkur að góðu!