Jólamaturinn á N4

Skemmtilegur þáttur var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 um jólamatinn. Í þættinum er viðtal við Ólaf R. Ólafsson, sölustjóra Kjarnafæðis, um hangikjötsframleiðslu og Guðmund frá Mýri, eiganda Bautans, um eldun á veislumatnum. Þáttinn má sjá á vefsíðu N4 eða smella hér.
Lesa meira

Hangikjöt með uppstúf

Þjóðhátíðarréttur íslendinga. Ilmurinn af soðnu hangikjöti er ómótstæðilegur og ráðleggjum við öllum að nota alvöru hangikjöt, kofareykt eða taðreykt.
Lesa meira

Jólakringla

Það er siður í Skandínavíu að bjóða upp á góða kringlu á jólunum. Þennan sið hafa fleiri og fleiri tekið upp á Íslandi og borið fram ljúffenga jólakringlu í fjölskylduboðum milli jóla og nýárs.
Lesa meira

Hunangsgljáður Hamborgarhryggur

Lúxusútgáfa af sígildum rétt. Tilvalin á jólum, páskum og við önnur hátíðleg tækifæri.  
Lesa meira

Lúsíubrauð

Þann 13. desember er mikið um dýrðir í Svíaríki. Þá ganga hvítklæddar stúlkur og rauðklæddir drengir um í fylkingum með ljós í hönd og knýja dyra á sænskum heimilum, syngja lúsíusöngva og fá að launum piparkökur og svokölluð lúsíubrauð, sem bera keim af hinu dýrmæta safrani.
Lesa meira

Ýsa með eplacider

Skemmtileg útfærsla á ýsu sem auðvelt að búa til daginn áður og skella svo í ofninn þegar matartíminn nálgast. Fyrir 4
Lesa meira

Stórglæsilegt Stóreldhús

Sýningin Stóreldhúsið 2007 var haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði og mikill fjöldi fagfólks úr matvælaiðnaði, mötuneytum og stóreldhúsum sóttu sýninguna. Myndir frá sýningunni eru komnar á heimasíðuna (smella hér).
Lesa meira

Unnar kjötvörur

Það er oft kvartað yfir háu matvælaverði hér á landi. En það gleymist að við höfum ekki verið nógu dugleg við að nýta ódýran mat. Víða erlendis er t.d. mikil pylsu- og bjúgnamenning þar sem menn nýta ódýrt hráefni í ódýrari matvörur. Þar er matreiðsla á þeim mun fjölbreyttari en tíðkast hefur hér. Búnir eru til pasta-, hrísgrjóna- og pottréttir ýmiskonar, pylsur bornar fram með grænmetisuppstúf og alls kyns mismunandi sósum, svo sem súrsætum, pestó o.s.frv.; þær eru settar í salöt, eggjakökur og svo mætti lengi telja.
Lesa meira

STÓRELDHÚSIÐ 2007

Sýningin Stóreldhúsið 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 12.00 og lýkur u.þ.b kl. 18.30 báða daga.
Lesa meira

Íslensk kjötsúpa

Þessi gamla góða!
Lesa meira