Hangikjöt með uppstúf

Kjarnafæði hangikjötið
Kjarnafæði hangikjötið

Þjóðhátíðarréttur íslendinga. Ilmurinn af soðnu hangikjöti er ómótstæðilegur og ráðleggjum við öllum að nota alvöru hangikjöt, kofareykt eða taðreykt.

 

1 stk  Hangilæri eða -frampartur 
  • Setjið hangikjötið í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir  þar til það hylur kjötið. Látið suðuna koma rólega upp á vægum hita. Slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp. (Ath. sumir kjósa að láta kjötið sjóða í 20-30 mín. áður en slökkt er undir). Látið ekki bullsjóða í pottinum. Hafa skal í huga að hér er verið að miða við gömlu góðu steinhelluborðin en ef um er að ræða keramik eða span helluborð er vissara að láta það sjóða vægt aðeins lengur áður en það fær svo að kólna rólega í pottinum.
  • Hafið pottinn á hellunni og látið kjötið kólna í pottinum undir loki.
  • Berið hangikjötið fram með uppstúf, soðnum kartöflum, grænum baunum og laufabrauði.

Uppstúf

50 g  smjör
50 g  hveiti 
1 l  mjólk 
½ tsk  salt 
1-3 msk  sykur 
ögn  hvítur pipar 
  • Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitinu saman við, þannig að úr verði smjörbolla.
  • Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust. Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel í á meðan.
  • Kryddið með salti, sykri og pipar eftir smekk 
Verði ykkur að góðu!
 

Frekari upplýsingar: