Myndir frá tökum á pepperoni auglýsingu.

Það eru komnar myndir frá tökunum á pepperoni auglýsingunni.   Sjá myndir, smelltu hér
Lesa meira

Kjarnafæði tekur í notkun nýja útgáfu af Ópusallt

Kjarnafæði hefur tekið í notkun nýja útgáfu af bókhaldskerfinu Ópusallt.Net. Ópusallt.Net er nýjasta útgáfa Ópusallt en að baki er ströng en markviss þriggja ára þróunarvinna sem hafði það að meginmarkmiði að nýta sér allt það nýjasta í hugbúnaðargerð en um leið að halda í alla þá góðu eiginleika sem Ópusallt er orðlagt fyrir. Nýja uppfærslan er töluvert frábrugðin þeirri eldri, mun þægilegri í viðmóti og gefur möguleika á betri yfirsýn yfir reksturinn.  Það er Hugur/Ax sem þjónustar Kjarnafæði með Ópusallt.
Lesa meira

Auglýsingaherferð fer af stað

Í kvöld (mánudag) fer af stað auglýsingaherferðin með nýju pepperoni auglýsingunum. Auglýsingarnar voru frumsýndar á gamlárskvöld en fara núna í fulla keyrslu. Áhugasamir geta fylgst með auglýsingahléinu fyrir Kastljós á RÚV í kvöld og svo Heroes á Skjá 1.
Lesa meira

Undirbúningur fyrir pepperoni auglýsingu

Það stóð mikið til við undirbúning á nýju auglýsingunum fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Það þurfti að útvega og flytja kvikmyndatökubúnað og aðrar græjur fyrir auglýsingatökur. Kvikmyndagerðarfólkið kom að mestu erlendis frá, sem og frá Reykjavík og því þurfti að skipuleggja ferðir fram og aftur, gistingar og fæði. Svo fór að sjálfsögðu mestur tími í að breyta Íþróttahúsinu í Síðuskóla í kvikmyndaver, setja upp sviðsmynd og kvikmyndatökubúnaðinn.
Lesa meira

Nýr sölumaður í Reykjavík

Nýr sölumaður, Jóhann Hansen, hefur tekið til starfa í Reykjavík. Jóhann mun sinna eftirfarandi Bónus verslunum: Hólagörðum, Skútuvogi, Faxafeni, Mosfellsbæ, Spöng, Ögurhvarfi og Kjörgarði. Síminn hjá Jóhanni er 460-7439/840-7439 og netfangið er johann@kjarnafaedi.is.
Lesa meira

Umfangsmikil auglýsingagerð

Nýja auglýsingin fyrir Kjarnafæði Pepperoni var sérlega umfangsmikil og líklega umfangsmesta auglýsing sem gerð hefur verið norðan heiða. Á meðan tökum stóð var mikið um að vera, enda þurfti að ljúka miklum og flóknum tökum á stuttum tíma. Tökurnar stóðu yfir 20-22 júní og var íþróttahúsinu við Síðuskóla breytt í kvikmyndaver á meðan á tökum stóð.
Lesa meira

Ný auglýsing fyrir Kjarnafæði Pepperoni

Á gamlárskvöld var frumsýnd ný og glæsileg auglýsing fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Auglýsingin er kraftmikil, ögrandi orkusprengja - líkt og Kjarnafæði Pepperoni!
Lesa meira

Sænska jólapylsan uppseld hjá Kjarnafæði

Sænska jólapylsan er uppseld hjá Kjarnafæði. Salan hefur farið langt fram úr áætlunum og fóru síðustu jólapylsurnar út á fimmtudaginn. En fólk þarf ekki að örvænta, Sænska jólapylsan er enn til í flestum verslunum, þótt hún seljist hratt upp.
Lesa meira

Ris à l'amande

Þessi frábæri grautur er löngum orðinn órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum. Hann kemur upprunalega frá Danmörku, þrátt fyrir að nafnið vísi til Frakklands.
Lesa meira

Emmur

Þessar hafa slegið í gegn hjá starfsfólki Kjarnafæðis og verða vinsælustu jólasmákökurnar í ár. Uppskriftin er fengin af matseld.is 80 stk. 
Lesa meira