09.10.2007
Nú er ljóst að MATUR-INN 2007 verður langstærsta sýning sem haldinn hefur verið norðan heiða og einungis er helguð mat og matarmenningu. Síðustu dagana hefur stöðugt bæst á sýnendalistann og eru sýnendur nú komnir yfir 60 talsins! Sýningin mun endurspegla mikla breidd í matarmenningunni á Norðurlandi því auk fjölda sýnenda af Eyjafjarðarsvæðinu verða mjög öflugir básar frá Þingeyingum og Skagfirðingum.
Lesa meira
08.10.2007
Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, verður heiðursgestur við opnun sýningairnnar MATUR-INN 2007 en ráðuneytin munu styðja sýninguna. Sýningarsvæðið opnar kl. 11:00 á laugardagsmorgun (13. okt) en formleg opnun verður kl. 14:00. Félagið Matur úr héraði kann þeim bestu þakkir fyrir velviljann.
Lesa meira
28.09.2007
Útvarpsfólkið Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal hafa tekið að sér að vera þulir á sýningarsvæðinu meðan á sýningunni stendur. Þau munu vekja athygli gesta á þeim fjölmörgu viðburðum sem í húsinu verða, bæði í sýningarsölum, í eldhúsinu og á sviði Gryfjunnar.
Lesa meira
26.09.2007
Tekin hefur verið ákvörðun um að lokaumferðin í keppninni um titilinn "Matreiðslumaður ársins 2007" fari fram á sýningunni MATUR-INN 2007. Keppnin er haldin af Klúbbi matreiðslumeistara og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita.
Lesa meira
25.09.2007
Flott meðlæti sem einfalt er að matreiða. Smellpassar með flestum kjötréttum.
Fyrir 4
Lesa meira
21.09.2007
Sláturhús Vopnafjarðar er annað tveggja sláturhúsa sem svíða hausa með gamla laginu, þ.e. með kósangasi, og hreinsa svo sviðin með hreinu vatni. Slík meðferð sviða gefur að sögn sláturhússtjóra hærra verð og þau seljast jafnan upp.
Lesa meira
13.09.2007
Svikni hérinn frá Kjarnafæði hefur ávallt notið mikilla vinsælda, ekki síst í skólamötuneytum. Nú hefur þessi vinsæla vara verið gerð enn betri. Búið er að auka kjötmagnið í Svikna héranum frá Kjarnafæði og lækka fituinnihaldið.
Lesa meira
10.09.2007
Nýr sölumaður, Jón Ævar Sveinbjörnsson , hefur tekið til starfa Akureyri. Jón mun sinna öllum verslunum á Akureyri. Síminn hjá Jóni er 460-7424/840-7427 og netfangið er jon@kjarnafaedi.is.
Lesa meira
23.08.2007
Íþróttagoðið Jón Maríuson kom sá og sigraði á íslandsmeistarmótinu í pysluáti. Gerði Jón sér lítið fyrir og setti íslandsmet í greininni, hann torgaði 14 pylsum á 12 mínutum!!
Lesa meira
17.08.2007
Hann "Nafni" úr fyrstu umferð hafði samband við Capone á Reykjavík FM 101,5 að morgni 4. keppnisdags undankeppni Íslandsmeistaramótsins í pylsuáti og lýsti yfir mikilli óánægju með að hafa verið slegin út úr úrslitakeppninni daginn áður. Þar sem einn skráður keppandi hafði forfallast sökum veikinda fékk Nafni annan séns og mætti aftur til leiks á 4. keppnisdegi. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með því að klára allar fimm Kjarnafæði pylsurnar með brauði á þrem mínútum sléttum.
Lesa meira