Það þurfti engan smá búnað við tökurnar, flutt voru um 3,5 tonn af tækjabúnaði frá Reykjavík til Akureyrar, myndatökuvélar, ljósabúnaður, kranar, leikmunir o.s.frv.
Ekki var síður þörf á fólki en tækjabúnaði, uþb. 35 manns störfuðu við auglýsingagerðina, flestir frá Akureyri og Reykjavík en einnig voru fengnir fagmenn frá Danmörku og Svíþjóð. Baldvin Z sá um leikstjórnina og með aðalhlutverkin fóru þau Finnur 'klippari' og Sólrún Stefánsdóttir.
Það var hin frábæra auglýsingastofa Geimstofan sem sá um verkefnið. Helstu starfsmenn við auglýsingagerðina voru:| Framleiðendur: | Baldvin Z | 
| John Cariglia | |
| Leikstjórn: | Baldvin Z | 
| Tökustjórn: | Katrín Björk | 
| Myndataka: | Jesper Toffner | 
| Gripp: | Ágúst Ólafsson | 
| Ljós: | Jens Bo | 
| Tæknibrellur: | Dagur Óskarsson | 
| Sjónbrellur: | Eiríkur Ingi Böðvarsson | 
| Hljóðvinnsla: | Ólafur Númason | 
| Tónlist: | Þorgils 'Toggi' Gíslason | 
| Handrit: | Baldvin Z | 
| Hörður Rúnarsson | |
| Leikarar: | Finnur Jörundsson | 
| Sólrún Stefánsdóttir | |
| Talsetning: | Guðmundur Baldvin Guðmundsson | 
| Ljósmyndun: | Gísli Dúa Hjörleifsson |