Saltkjöt

Saltkjöt
Saltkjöt

Saltkjötið frá Kjarnafæði er sannkallað saltkjöt sem við gerum afar hátt undir höfði í okkar framleiðslu. Saltkjöt hefur verið borið á borð landsmanna í áratugi enda gömul og góð geymsluaðferð. Þá er hefðin fyrir því að hafa saltkjöt og baunir á sprengidaginn rík á meðal þjóðarinnar. Saltkjötið okkar er hægt að fá bæði með beini og úrbeinað í rúllum eða litlum gúllas bitum. Þá má velja um valið, blandað og 2. flokks saltkjöt og einnig síðu- og hálsabita. Kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis leika sér að því að uppfylla sérþarfir hverjar svo sem þær kunna að vera. 

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um þessar vörur þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400.

Innihald, saltkjöt með beini sérvalið:
Lambakjöt 93%, vatn, salt, rotvarnarefni E250, þrávarnarefni E316.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 770 kJ/185 kkal
Prótein: 17 g
Kolvetni: 0 g
- þar af sykur: 0 g
Fita: 5,6 g
Trefjar: 0,0 g
Salt: 3 g

Magn í pakka:
Hægt að fá mismunandi stærðir en í neytendapakkningum er um það bil 6-700 gr. og alveg upp í 1 kg. 

Umbúðir:
Vacumpakkað í verslunum

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei