Hangikjöt

Hangilæri úrbeinað
Hangilæri úrbeinað

Hangikjötið frá Kjarnafæði er allt taðreykt á gamla mátann eins og gert hefur verið í sveitum landsins allt frá því þessi frábæra geymsluaðferð var notuð fyrst. Sama hvaða vörumerki það er Kofareykt, Taðreykt eða Vopnafjarðar hangikjöt þá er alltaf notast við íslenskt þurrkað tað við reykinguna. Kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæði leggja mikinn metnað í rétt reykhlutfall og að ná fram því besta með reyknum og þessu frábæra hráefni sem lambakjötið er. Þess vegna hefur hangikjötið unnið til margra verðlauna í bragðprófunum og er eitt vinsælasta og mest selda hangikjötið á Íslandi.

Hægt er að fá það bæði úrbeinað og með beini, hvort sem um ræðir læri eða frampart. Þá er einnig hægt að fá það þítt og frosið allt eftir þínum þörfum.  

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um þessar vörur þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400.

Innihald, hangilæri úrb.:
Lambakjöt 95%, vatn, salt, rotvarnarefni E250, þrávarnarefni E316, bindiefni E450

Næringargildi í 100 g:
Orka: 676 kJ/162 kkal
Prótein: 18 g
Kolvetni: 0 g
- þar af sykur: 0 g
Fita: 10 g
- þar af mettuð fita 4,8 g.
Trefjar: 0,0 g
Salt: 3,2 g

Magn í pakka:
Hægt að fá mismunandi stærðir en í neytendapakkningum eru rúllurnar á bilinu 1,6 - 2,8 kg 

Umbúðir:
Vacumpakkað í verslunum

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei