Vörurnar okkar

Kjarnafæði framleiðir flestar þær vörur sem í boði eru á markaðnum úr lamba-, nautgripa-, grísa-, folalda og hrossakjöti. Þá erum við einnig með frosna kjúklingavöðva til sölu, bæði úrbeinaða vöðva sem og með beini. Við gerum miklar kröfur um gæði þess hráefnis sem við vinnum úr og hjálpar þar til þau mörgu eftirlitskerfi sem við höfum og þær vottanir bæði alþjóðlegar og íslenskar sem við vinnum eftir og má lesa frekar um hér neðar á síðunni. Kjötiðnarmeistarar Kjarnafæðis eru í stanslausri vöruþróun og að hlusta eftir þörfum markaðarins hverju sinni enda marg verðlaunaðir og hugmyndaríkir. Vörulistinn okkar hér er langt frá því að vera tæmandi svo endilega hafðu samband við söludeildina í síma 460-7400 fyrir frekari fyrirspurnir eða hafðu samband á kjarnafaedi@kjarnafaedi.is.  

Gómsætar uppskriftir

Kjarnafæði eldhúsið

Úlfar Finnbjörnsson kokkur í samstarfi við Kjarnafæði eldar lambakjöt fyrir áhorfendur en það eru ýmist gamlir og sígildir réttir eða nýjir og spennandi.

Uppskriftirnar má finna fyrir neðan hvern þátt og einnig undir uppskriftir.

Verði þér að góðu!

Kjarnafæði 10.agu 2016:

Úlfar Finnbjörnsson kokkur sýnir okkur bæði nýjar og gamlar uppskriftir að íslensku lambakjöti sem er eitt það hreinasta og besta prótein sem íslenskir kokkar, hvort sem það eru atvinnu- eða heimiliskokkar geta meðhöndlað. Uppskriftirnar má svo einnig finna svartar á hvítu með því að smella á hlekkinn fyrir neðan hvern þátt. Njóttu vel og verði þér að góðu.

Uppskriftina úr þættinum má finna smella hér.

Vottanir og viðurkenningar