Saltkjöt og baunir

Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín í viðbót.

Fyrir 4-6

  • 1,5 kg saltkjöt
  • 2,5 L vatn
  • 2 msk olía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 2 beikonsneiðar, smátt saxaðar
  • 250 gular baunir, lagðar í kalt vatn yfir nótt, síðan er vatnið sigtað frá
  • 2 L vatn
  • ½ tsk nýmalaður pipar

Aðferð:

Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum  í súpupottinn og sjóðið í 30 mín í viðbót. Þegar kjötið er orðið meyrt undir tönn og baunirnar mjúkar er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Sumir vilja hafa súpuna örlítið grófa þá er hún pískuð duglega með písk. Smakkið til með pipar.

Berið súpuna fram með kjötinu ásamt soðnum kartöflum, rófum og gulrótum.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: