Heimsóknarbann vegna kórónaveirunnar

Tilkynning vegna kórónaveirunnar

Sökum þess ástands sem kórónaveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, hefur skapað um heim allan og sérstaklega hér á landi þá höfum við í fjölskyldufyrirtækinu Kjarnafæði ákveðið tímabundið að banna allar heimsóknir í fyrirtækið. Með ábyrgð og matvælaöryggi í forgrunni fyrir íslenska þjóð er þessi auðvelda ákvörðun tekin. Allt frá byrjun smita hér á landi var brugðist við veirunni og hugsanlegum afleyðingum hennar og að leiðarljósi hafðar leiðbeiningar frá embætti landlæknis og Mast. Auk þess notast fyrirtækið við strangt gæðakerfi bæði Mast og BSI sem lýtur að matvælaöryggi.   

Við viljum einnig benda viðskiptavinum okkar á að samkvæmt Mast er ekki talið að veiran smitist með matvælum. Þrátt fyrir það bendum við að sjálfsögðu öllum á að kynna sér allar þær almennu ráðleggingar sem til eru um meðhöndlun matvæla.

Að síðustu viljum við nefna að við höfum komið þeim tilmælum til okkar sölumanna sem sinna stóreldhúsum að minnka persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar eins og kostur er, öllum til heilla. Um leið minnum við á söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400 og í gegnum tölvupóst á sala@kjarnafaedi.is Söludeildin er opin alla virka daga frá 8:00 til 16:00 nema á föstudögum til 15:00.

Símanúmer og netföng sölumanna er eftirfarandi:
Sigurður Sigurðsson – 8407400 / siggi@kjarnafaedi.is
Magnús Óskarsson – 8407437 / magnus@kjarnafaedi.is
Páll Þorgeirsson – 8407438 / pall@kjarnafaedi.is

Á heimasíðu Kjarnafæðis má svo nálgast símanúmer og netföng allra starfsmanna á sölu- og gæðasviði fyrir frekari upplýsingar.

Með vinsemd og virðingu
Starfsfólk Kjarnafæðis