Áramótatríó

Hálffrystið hangikjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sesamfræ, sítrónusafa og pipar í skál og blandið vel saman. Kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið yfir vatnsbaði. Hellið matarlíminu út í rjómaostinn og hrærið vel saman. Leggið kjötsneiðarnar á álpappír þannig að þær myndi 20 x 20 cm ferning.

Hangikjötsrúlla með sesamosti
 

Forréttur fyrir 4-6

  • 400 g hrátt hangikjöt bein, sina og fitulaust
  • 250 g rjómaostur, við stofuhita
  • 1 dl ristuð sesamfræ
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk nýmalaður pipar
  • 3 matarlímsblöð, lögð í kalt vatn í 5 mín
Aðferð:

Hálffrystið hangikjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sesamfræ, sítrónusafa og pipar í skál og blandið vel saman. Kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið yfir vatnsbaði. Hellið matarlíminu út í rjómaostinn og hrærið vel saman. Leggið kjötsneiðarnar á álpappír þannig að þær myndi 20 x 20 cm ferning. Smyrjið þunnu lagi af sesamostinum á kjötið og rúllið því síðan upp, lokið vel fyrir endana á álpappírnum. Endurtakið þar til kjöt og ostur klárast. Frystið.
 
 

Grafið lambafille með rauðrófusósu
 

forréttur fyrir 8

  • 2 lambafille 
  • 4 msk. sykur
  • 3 dl gróft salt
  • 2 msk. nítrítsalt, má sleppa
Aðferð:
 
Blandið sykri og salti saman og hyljið lambafillein, látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Skolið saltið og sykurinn af filleonum og veltið þeim upp úr kryddblöndunni. Geymið í kæli yfir nótt. Setjið kjötið í frysti í 1-2 klukkustundir og skerið það hálffrosið í þunnar sneiðar, berið fram með sósunni og salatblöðum.
 
Kryddblanda
 
  • 1 msk. rósapipar 
  • 1 msk. rósmarín
  • 1 msk. timjan
  • 1 msk. basilíka
  • 1 msk. fáfnisgras (estragon)
  • 1 msk. sinnepsfræ
  • 1 msk. dillfræ
  • Kryddblanda blandið öllu vel saman og steytið létt í mortéli eða matvinnsluvél
Rauðrófusósa
 
  • 1 msk dijonsinnep
  • 1 msk balsamikedik
  • 1 msk hunang
  • ½ tsk worchesterhire sósa
  • 2 msk rauðrófusafi
  • Salt og pipar
  • ½ dl olía
Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og hrærið vel í með þeytara á meðan.
 
 

Hangikjötsrandalína með piparrótarosti
 

forréttur fyrir 4-6

  • 400 g hangikjöt bein, sina og fitulaust
  • 300 g rjómaostur við stofuhita
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1-2 msk piparrótarmauk
  • ½ tsk pipar
  • 3 matarlímsblöð
  • 1/3 dl mjólk
Aðferð:
 
Hálffrystið kjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sítrónusafa, piparrótarmauk og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mín. Hitið mjólk í vatnsbaði, kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið þau í mjólkinni. Hellið matarlímsblöndunni í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Leggið smjörpappírsörk 20 x 20 cm á sléttan bakka. Raðið hangikjötssneiðum á pappírinn þannig að kjötið hylji pappírinn. Smyrjið þunnu lagi af piparrótarostinum á hangikjötið. Leggið síðan annað lag af kjöti ofan á ostinn og endurtakið þar til allt er upp urið. Breyðið plastfilmu ofan á og frystið.

Berið alla þessa 3 forrétti fram með sósunni, salati og góðu brauði eða sem smárétti á rúgbrauði eða snittubrauði.

 

Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: