Lambabeikon

Lambabeikon
Lambabeikon

Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á mjög svipaðan hátt og beikon. Það er léttsaltað og reykt en er alveg án sykurs og inniheldur minna salt en venjulegt beikon. Við skorum á ykkur að prófa enda um nýjung að ræða og spennandi kost með morgunverðinum, á hamborgarann eða bara sem snakk í veisluna! Við mælum með að þið steikið lambabeikonið þannig að það verði stökkt eða "crispy" en þannig nást fram mestu gæðin. 

Lambabeikonið er aðeins hægt að fá frosið fyrir mötuneyti, veitingastaði og svo framvegis. Einstaklingar geta einnig pantað það frá okkur en þá í þessum pakkningum sem eru um 7-800 grömm.

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um þessa vöru þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400.

Innihald: Lambakjöt 90%, vatn, salt, rotvarnarefni E 250, þráavarnarefni E 316. 

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1496 kJ/362 kkal
Prótein: 14 g
Kolvetni: 0 g
- þar af sykurtegundir: 0 g
Fita: 34 g
Trefjar: 0 g
Salt: 1,3 g

Magn í pakka: 7-800 gr. 

Umbúðir:
Loftskiptar umbúðir í verslunum, endurlokanlegar

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei