Lambabeikon

Lambabeikon
Lambabeikon

Lambabeikonið frá Kjarnafæði er nýjung á íslenskum neytendamarkaði þegar kemur að sölu í stórmörkuðum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á mjög svipaðan hátt og beikon. Það er léttsaltað og reykt en er alveg án sykurs og inniheldur minna salt en venjulegt beikon. Við skorum á ykkur að prófa enda um nýjung að ræða og spennandi kost með morgunverðinum, á hamborgarann eða bara sem snakk í veisluna! Við mælum með að þið steikið lambabeikonið þannig að það verði stökkt eða "crispy" en þannig nást fram mestu gæðin. 

Lambabeikonið er hægt að fá þítt í neytendapakkningum og frosið fyrir mötuneyti, veitingastaði og svo framvegis.

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um þessa vöru þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400.

Innihald: Lambakjöt 90%, vatn, salt, rotvarnarefni E 250, þráavarnarefni E 316. 

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1496 kJ/362 kkal
Prótein: 14 g
Kolvetni: 0 g
- þar af sykurtegundir: 0 g
Fita: 34 g
Trefjar: 0 g
Salt: 1,3 g

Magn í pakka: 

Umbúðir:
Loftskiptar umbúðir í verslunum, endurlokanlegar

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei