Beef Jerky Teriyaki

Beef Jerky Teriyaki
Beef Jerky Teriyaki

Beef Jerky Teriyaki er nýjasta nýtt hjá okkur í Kjarnafæði. Eftir langt þróunarferli á vörunni og hönnnunarferli á umbúðum er loksins komið íslenskt Beef Jerky í framleiðslu og verslanir frá okkur. Beef Jerky er hvað best þekkt fyrir að vera hollt gott og afar próteinríkt snakk sem hentar fyrir alla. Sama hvort þú ert í útivist, veiði, íþróttum, upp í sófa að lesa bók eða horfa á sjónvarp þá er Beef Jerky frábær kostur. 

Hafir þú áhuga að panta vöruna eða að fá frekari upplýsingar um hana hafðu þá endilega samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400. Frábær kostur fyrir líkamsræktarstöðvar, ferðaþjónustufyrirtæki og alla sem vilja gera vel við sig, starfsfólk sitt eða viðskiptavini. 

Innihald:
Nautgripakjöt 90%, vatn, salt, sykur; krydd, SOYA (baunir og sósa), HVEITI, maltodextrin, repjuolía, karamellusíróp, hunangsduft, rotvarnarefni E250, þráavarnarefni E316. 

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1180 kJ/279 kkal
Prótein: 53 g
Kolvetni: 6 g
- þar af sykurtegundir: 6 g
Fita: 4,7 g
- þar af mettaðar fita: 2 g
Trefjar: 0,1 g
Salt: 3,9 g

Magn í pakka:
50 gr.

Umbúðir:
Endurlokanlegir pokar

Ofnæmisvaldar:
Soya og hveiti