Viðskiptavinur Sögu veit hvaða það kemur

Denis Grbic fyrir miðju, starfar á Grillinu
Denis Grbic fyrir miðju, starfar á Grillinu

Hótel Saga kaupir um 80 lömb á viku frá Kjarnafæði en lömbum þessum er slátrað á Sláturhúsi Vopnfirðinga þar sem það er rakið hvaðan lambakjötið kemur auk þess sem það fær að hanga lengur en vaninn er í dag. Hótel Saga rekur þrjá veitingastaði, Grillið, Skrúð og Súlnasal og njóta þeir allir þess að hafa þetta kjöt á boðstólnum.

Eins og fram kemur í frétt inn á Vísi.is um málið þá hefur kjötið frá Vopnafirði verið að skora hátt í stöðlum sauðfjárbænda undanfarin ár og er Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu afar ánægður með bæði gæðin og það að geta sagt viðskiptavinum sínum frá því hvaðan lambakjötið kemur.

Nánar má lesa um málið í frétt Vísis með því að smella hér