Velheppnuð matarsýning

Mynd: Matthías Þórarinsson
Mynd: Matthías Þórarinsson
Fjölmargir lögðu leið sína á gómsætu matarhátíðina í Vetrargarðinum í Smáralindinni um helgina en það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem átti veg og vanda af skipulagningu Matardaga 2010. Keppniseldhúsin voru full af lífi alla helgina og gátu gestir Smáralindar fylgst með því sem þar fór fram; allt frá Matreiðslumanni ársins yfir í ýmsar keppnir með léttara ívafi.

Fjölmargir lögðu leið sína á gómsætu matarhátíðina í Vetrargarðinum í Smáralindinni um helgina en það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem átti veg og vanda af skipulagningu Matardaga 2010. Keppniseldhúsin voru full af lífi alla helgina og gátu gestir Smáralindar fylgst með því sem þar fór fram; allt frá Matreiðslumanni ársins yfir í ýmsar keppnir með léttara ívafi.

Bás Kjarnafæðis var afar vel sóttur og það endaði með því að allt smakkið hreinlega kláraðist seinni partinn á sunnudaginn. Við hjá Kjarnafæði þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína á okkar bás og allt það jákvæða viðmót sem okkur og okkar vörum var sýnt. Sjáumst að ári.

Myndir og myndband frá sýningunni.