Úrslitakeppni matreiðslumanna á MATUR-INN 2007

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokaumferðin í keppninni um titilinn "Matreiðslumaður ársins 2007" fari fram á sýningunni MATUR-INN 2007. Keppnin er haldin af Klúbbi matreiðslumeistara og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita. Tekin hefur verið ákvörðun um að lokaumferðin í keppninni um titilinn "Matreiðslumaður ársins 2007" fari fram á sýningunni MATUR-INN 2007. Keppnin er haldin af Klúbbi matreiðslumeistara og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita.

Keppnin fer fram í kennslueldhúsi matvælasviðs VMA laugardaginn 13. október og stefnt er að því að úrslit verði kynnt á sýningunni síðdegis þann dag. Gestir sýningarinnar geta fylgst með snillingunum í eldhúsinu leika listir sínar. Matreiðslumennirnir fimm sem spreyta sig á sýningunni eru: Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu Hótel Sögu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðjusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu Hótel Sögu og Ægir Friðriksson, Grillinu Hótel Sögu.

Sjö dómarar á vegum Klúbbs matreiðslumeistara munu dæma frammistöðu keppenda en Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumarður á Akureyri hefur komið að undirbúningi á vegum klúbbsins.