Undirbúningur í fullum gangi fyrir MATUR-INN 2011

Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1. og 2. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði - Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana 12-14 þúsund gestir. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin að sér gesti víða af landinu. MATUR-INN 2011 er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og endurspeglar sýningin norðlenska matarmenningu, hvort heldur er framleiðsla, veitingastarfsemi, matartengd ferðaþjónusta eða verslun.

Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1. og 2. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði - Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana 12-14 þúsund gestir. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin að sér gesti víða af landinu. MATUR-INN 2011 er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og endurspeglar sýningin norðlenska matarmenningu, hvort heldur er framleiðsla, veitingastarfsemi, matartengd ferðaþjónusta eða verslun.

Líkt og áður er lagt upp úr því að sýningin verði fjölbreytt. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök, markaðssvæði verður einnig þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir eða uppákomur sem gestir geta fylgst með og fleira mætti nefna. Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis.

Eins og áður segir verður sýningin á laugardegi og sunnudegi, 1. og 2. október. Opnunartími verður báða dagana kl. 11-17.
Á markaðstorgi verður aðstaða við söluborð en að öðru leyti sjá aðilar sjálfir um sína aðstöðu. Gjald fyrir aðila er 15.000 fyrir alla helgina. Undirstrikað er að aðilar á markaðnum þurfa að uppfylla öll skilyrði sem heilbrigðiseftirlit gerir til sölu af þessu tagi.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni eru beðnir að senda skráningu á tölvupóstfangið johann@athygli.is.

Frekari upplýsingar veitir óhann Ólafur Halldórsson, starfsmaður sýningarstjórnar:
GSM 899-9865 & johann@athygli.is

Sýningarstjórn MATUR-INN 2011 skipa:
Arinbjörn Þórarinsson, Greifanum
Ingvar Már Gíslason, Norðlenska
María H. Tryggvadóttir, Akureyrarstofu