Undirbúningur fyrir pepperoni auglýsingu

Það stóð mikið til við undirbúning á nýju auglýsingunum fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Það þurfti að útvega og flytja kvikmyndatökubúnað og aðrar græjur fyrir auglýsingatökur. Kvikmyndagerðarfólkið kom að mestu erlendis frá, sem og frá Reykjavík og því þurfti að skipuleggja ferðir fram og aftur, gistingar og fæði. Svo fór að sjálfsögðu mestur tími í að breyta Íþróttahúsinu í Síðuskóla í kvikmyndaver, setja upp sviðsmynd og kvikmyndatökubúnaðinn.

Það stóð mikið til við undirbúning á nýju auglýsingunum fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Það þurfti að útvega og flytja kvikmyndatökubúnað og aðrar græjur fyrir auglýsingatökur. Kvikmyndagerðarfólkið kom að mestu erlendis frá, sem og frá Reykjavík og því þurfti að skipuleggja ferðir fram og aftur, gistingar og fæði. Svo fór að sjálfsögðu mestur tími í að breyta Íþróttahúsinu í Síðuskóla í kvikmyndaver, setja upp sviðsmynd og kvikmyndatökubúnaðinn.

 

Framleiðendurnir Baldvin Z og John Cariglia, ásamt Geimstofunni sáu um að undirbúningurinn gekk snuðrulaust fyrir sig. Kjarnafæði lagði að sjálfsögðu sitt til og tók virkan þátt í undirbúningnum og á meðan tökum stóð. Það voru að jafnaði 3-4 starfsmenn Kjarnafæðis sem eingöngu sinntu þessu verkefni, frá því að undirbúningur hófst þar til að tökum lauk, auk þess sem fjölmargir aðrir starfsmenn komu að verkefninu, beint eða óbeint. Auðjón, markaðsstjóri Kjarnafæðis, stjórnaði verkefninu fyrir Kjarnafæði.

Hin stórglæsilega sviðsmyndin var hönnuð af Baldvini Z. Eldhústækin sem notuð voru í sviðsmyndina komu frá Heimilistækjum en einnig var fenginn búnaður frá Sjallanum, Bautanum og Hótel KEA.

Myndir frá undirbúningnum, smella hér.