Þórsarar meistarar í Kjarnafæðimótinu

Lið Þórs. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Lið Þórs. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór (1) varð á laugardaginn meistari í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu karla sem haldið er af Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands, með því að sigra KA (1) 3:2. Jóhann Helgi Hannesson, maður leiksins skoraði tvö marka Þórs í leiknum og Jóhann Þórhallsson eitt en öll mörk meistaranna komu í fyrri hálfleik. Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði svo muninn í seinni hálfleik með tveimur mörkum en lengra komust KA menn ekki. Nánar um leikinn má lesa með því að smella hér.

Leiknir F. hafði svo betur gegn KA (2) í leik um þriðja sætið en lokatölur voru 3:0. Kristófer Páll Viðarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson og Lázló Szilágyi skoruðu mörk Leiknis. Völsungur hafnaði svo í 5. sæti eftir nauman sigur á Þór (2) 2:1.

Nánari umfjöllun um alla leikina má finna hér.

Einnig má finna myndaveislu á akureyri.net með því að smella hér.