Thelma hlaut silfurverðlaun

Thelma Björk ánægð með árangurinn
Thelma Björk ánægð með árangurinn

Thelma Björk Hlynsdóttir vann til silfurverðlauna í keppninni Þjónn ársins á  Norðurlandakeppni matreiðslumanna og þjóna sem fram fór í Herning í Danmörku.  Thelma Björk starfar sem þjónn á veitingastaðnum Olo í Finnlandi en það var einmitt Finni sem hreppti gullverðlaun í þjóna keppninni. 

Þau Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu og Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður á Matarkjallaranum kepptu í matreiðsluhluta keppninar og stóðu sig mjög vel en komust ekki á pall.  Það var  Svíinn Isak Wigh sem var valinn Matreiðslumaður Norðurlandanna þar sem Denis keppti en aftur var það finni sem hlaut titilinn í flokki ungliða eða í sama flokki og Iðunn keppti. 

Norðurlandakeppni matreiðslumanna og þjóna er ein sterkasta einstaklingskeppni í veitingageiranum og gríðalega hörð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara og Kokkalandsliðinu en Kjarnafæði er einmitt stoltur samstarfsaðili klúbbsins.