Þakkir frá Kjarnafæði

Kjarnafæði vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á bás Kjarnafæðis á sýningunni Matur-inn 2007 um helgina. Við erum þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð og áhuga sem básinn okkar fékk og vonum við að allir hafi haft ánægju af heimsókninni.

Kjarnafæði vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á bás Kjarnafæðis á sýningunni Matur-inn 2007 um helgina. Við erum þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð og áhuga sem básinn okkar fékk og vonum við að allir hafi haft ánægju af heimsókninni.

Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segist vera himinlifandi yfir viðbrögðum fólks við básnum en þar var hann í hlutverki fagmannsins og lýsti úrbeiningu og vinnslu á lambakjöti. Hann segist vera úrvinda eftir helgina, sjaldan talað eins mikið á skömmum tíma. Allir vildu fræðast og fannst gaman að sjá heila kjötskrokka sem almennt koma ekki fyrir sjónir almennings. Einnig kveikti reykilmurinn í fólki svo færri komust að en vildu. Þessi sýning er hvati til að gera enn betur næst og við hlökkum til.

Myndir frá sýningunni eru komnar á heimasíðuna (smella hér).