Steingrímur J skoðaði Kjarnafæði

Guðni Konráðsson, Hreinn og Steingrímur
Guðni Konráðsson, Hreinn og Steingrímur

Þingmaður vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon kom við og skoðaði breytingarnar og stækkunina sem gerð hefur verið á framleiðsludeild og skrifstofuhúsnæði Kjarnafæðis á undanförnum mánuðum. Með Steingrími í för var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri Grænna og stendur hún á bakvið linsuna og á því heiðurinn af myndinni.

Á henni sýnir Hreinn Gunnlaugsson annar eigenda Kjarnafæðis, gestunum hvernig Guðni Konráðsson lagar Sveitakæfu. Steingrímur og Bjarkey komu við í Kjarnafæði áður en þau héldu í Vaðlaheiðargöng og kynntu sér gang mála í jarðgangnagerðinni í þeirra kjördæmi.