Sprengidagur kemur

Landsmenn hafa verið duglegir við þorramatinn síðustu vikur en nú er þorranum að ljúka og handan við hornið er sprengidagur. Það er því nóg að gera í saltkjötsframleiðslu hjá fyrirtæki eins og Kjarnafæði þessa dagana. Auðjón markaðsstjóri Kjarnafæðis segir í viðtali við Vikudag að sala á saltkjöti byrji mjög vel og hann er bjartsýnn á að salan verði ekki minni en á undanförnum árum. "Fólk vill frekar íslenskt og sækir í heimilismat. Saltkjötið er heppilegt í kreppunni, ódýr en góður matur, auk þess sem fólk er að borða með kjötinu, baunir, grænmeti og fleira. Bolludagurinn er einnig framundan og þá er einnig mikil sala í kjötfarsi og steiktum kjötbollum."

Landsmenn hafa verið duglegir við þorramatinn síðustu vikur en nú er þorranum að ljúka og handan við hornið er sprengidagur. Það er því nóg að gera í saltkjötsframleiðslu hjá fyrirtæki eins og Kjarnafæði þessa dagana. Auðjón markaðsstjóri Kjarnafæðis segir í viðtali við Vikudag að sala á saltkjöti byrji mjög vel og hann er bjartsýnn á að salan verði ekki minni en á undanförnum árum. "Fólk vill frekar íslenskt og sækir í heimilismat. Saltkjötið er heppilegt í kreppunni, ódýr en góður matur, auk þess sem fólk er að borða með kjötinu, baunir, grænmeti og fleira. Bolludagurinn er einnig framundan og þá er einnig mikil sala í kjötfarsi og steiktum kjötbollum."

Auðjón segir að töluverð breyting hafi orðið á vinnslu saltkjötsins, það sé nú léttsaltaðra en áður og þá séu margir farnir að setja beikon í baunirnar. "Þetta er mjög vinsæll matur og þótt aðal vertíðin sé núna, er saltkjöt að seljast allt árið. Þessar tvær vikur fyrir sprengidag höfum við verið að selja um 40-50 tonn og töluvert af beikoni og ég vona salan verði svipuð í ár. Við erum með þrjá flokka, frá ódýru kjöti og upp í sérvalið en fólk er svolítið að blanda þessu saman og margir hafa mjög gaman að því að prófa sig áfram með uppskriftir við eldamennskuna heima. Það á vafalaust eftir að halda áfram og jafnvel aukast." 

Saltkjöt og baunir eru ómissandi á sprengidaginn en þessi ljúffengi og næringarríki réttur er auðvitað góður allt árið.

Hérna er sígild uppskrift af saltkjöti og baunum, smella hér.