Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar verð

Stjórn Sláturfélags Vopnfirðinga samþykkti á fundi sínum 25. ágúst s.l. nýja verðskrá til bænda fyrir kindakjöt haustið 2008.  Stjórn SV áskilur sér rétt til breytinga á verðskránni ef þurfa þykir svo tryggt sé að innleggjendur hjá félaginu njóti a.m.k. sambærilegra kjara og best gerast hjá öðrum sláturleyfishöfum. Hækkun milli ára er á bilinu 15,5-17,5 %. Sem fyrr halda Landssamtök sauðfjárbænda utan um samanburð á verðskrám á vef sínum samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Stjórn Sláturfélags Vopnfirðinga samþykkti á fundi sínum 25. ágúst s.l. nýja verðskrá til bænda fyrir kindakjöt haustið 2008.  Stjórn SV áskilur sér rétt til breytinga á verðskránni ef þurfa þykir svo tryggt sé að innleggjendur hjá félaginu njóti a.m.k. sambærilegra kjara og best gerast hjá öðrum sláturleyfishöfum. Hækkun milli ára er á bilinu 15,5-17,5 %.
Sem fyrr halda Landssamtök sauðfjárbænda utan um samanburð á verðskrám á vef sínum samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Stjórn Sláturfélags Vopnfirðinga samþykkti á fundi sínum 25. ágúst s.l. nýja verðskrá til bænda fyrir kindakjöt haustið 2008.  Stjórn SV áskilur sér rétt til breytinga á verðskránni ef þurfa þykir svo tryggt sé að innleggjendur hjá félaginu njóti a.m.k. sambærilegra kjara og best gerast hjá öðrum sláturleyfishöfum. Hækkun milli ára er á bilinu 15,5-17,5 %.
Sem fyrr halda Landssamtök sauðfjárbænda utan um samanburð á verðskrám á vef sínum samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Í tilkynningu Sláturfélagi Vopnfirðinga kemur auk þess fram:

Álagsgreiðslur.
Greiddar verða 70 kr/kg dilkakjöts á lógun frá 1.-5. september, innanlands og útflutningshluta, 50 kr/kg dilkakjöts frá 8.-12. september innanlands og útfutningshluta og 12 kr/ kg dilkakjöts frá 15.-19. september á innanlandshluta.
 
Greiðslur innleggs. 
Fyrir innlegg frá 1.-14. september verður greitt 25. september.
Fyrir innlegg frá 15.- 30. september verður greitt 1. október.
Fyrir innlegg frá 1.-14. október verður greitt 25.október.
Fyrir innlegg eftir það verður greitt 5. nóvember.
Þetta er í raun 2 % hækkun á afurðaverði miðað við að greiða 75% innleggs 25. október og 25% 15. desember.
 
Fyrir kjöt til útflutnings verða greiddar 306 kr/kg með samskonar útreikningi og í fyrra.
 
Enn er rúm fyrir örfáa innleggjendur og eru þeir sem hug hafa á viðskiptum við SVV vinsamlegast beðnir um að hafa samband sem allra fyrst.

Verðskrá Sláturfélags Vopnfirðinga má sjá hér.