Skráargatið innleitt á Íslandi

Skráargatið
Skráargatið
Græna Skráargatið var í gær, formlega innleitt á Íslandi en það hefur gefið afar góða raun á Norðurlöndunum þar sem reynsla er komin á það. Á Íslandi hafa sumir framleiðendur þegar byrjað að merkja vöruna sýna með merki skráargatsins og er sú vinna í fullum gangi hjá Kjarnafæði.

Græna Skráargatið var í gær, formlega innleitt á Íslandi en það hefur gefið afar góða raun á Norðurlöndunum þar sem reynsla er komin á það. Á Íslandi hafa sumir framleiðendur þegar byrjað að merkja vöruna sýna með merki skráargatsins og er sú vinna í fullum gangi hjá Kjarnafæði. Margar af okkar vörum falla þegar undir skráargatið og unnið er að smávægilegum breytingum til að fella enn fleiri undir þau skilyrði sem skráargatinu fylgja. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá að margar vörur Kjarnafæðis þar sem sykur er oft notaður eru oftar en ekki algjörlega án sykurs eða langt undir mörkum skráargatsins. Má þar kannski helst nefna ýmsar tegundir í áleggi.  

Það helsta sem neytendur geta verið vissir um þegar þeir kaupa vöru með skráargatinu er að þær innihalda minni og hollari fitu, minni sykur, minna salt og meira af trefjum og heilkorni. Það gefur augaleið að það auðveldar neytandanum hollara val. 

Eins og segir í frétt Mast þá er framleiðendum frjálst að nota Skráargatið en vörurnar verða hinsvegar að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi innhald næringarefna. Á öllum vörum Kjarnafæðis er að sjálfsögðu hægt að sjá innhald hennar en einnig er auðveldlega hægt að skoða næringargildi og ofnæmisvalda hér á heimasíðunni undir flokknum vörur

Hægt er að kynna sér nánar Skráargatið á heimasíðu þess, skraargat.is