Saltkjöt fyrir sprengidaginn

Sprengidagurinn er á næsta leiti og þá er tími fyrir saltkjöt og baunir. Tíminn í kringum sprengidaginn er einn sá annasamasti hjá starfsmönnum Kjarnafæðis á árinu enda fáir Íslendingar sem láta þennan þjóðlega og skemmtilega sið framhjá sér fara. Uppskrift af saltkjöti og baunum má finna hér.

Sprengidagurinn er á næsta leiti og þá er tími fyrir saltkjöt og baunir. Tíminn í kringum sprengidaginn er einn sá annasamasti hjá starfsmönnum Kjarnafæðis á árinu enda fáir Íslendingar sem láta þennan þjóðlega og skemmtilega sið framhjá sér fara.

Uppskrift af saltkjöti og baunum má finna hér.

Þessi þjóðlegi og dásamlega góði réttur á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar menn tóku föstuna alvarlega og sniðgengu kjöt á föstunni. Fastan er 40 dagar, hefst á öskudag og stendur yfir til páska. Því nýttu menn sér tækifærið síðasta dag fyrir föstu og tróðu eins miklu af kjöti í sig og mögulegt var - og bættu svo nokkrum bitum í viðbót, þar til menn hreinlega sprungu.

Kjarnafæði selur milli 50 og 60 tonn af saltkjöti fyrir sprengidaginn og 4-5 tonn af beikoni.

Úrvalið af saltkjöti má sjá hér.