SAH gefur út verðskrá fyrir slátrun 2009

Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. Gengu frá verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á fundi sínum nú í morgun. Niðurstaða fundarins varð að það verð sem greitt var fyrir innanlandskjöt í fyrra haldi sér og verði greitt fyrir allt dilkakjöt á því verði. Þetta jafngildir ríflega 9% hækkun á verði til bænda. Áður hafði Sláturfélag Vopnfirðinga gefið út sína verðskrá fyrir 2009.

Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. Gengu frá verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á fundi sínum nú í morgun. Niðurstaða fundarins varð að það verð sem greitt var fyrir innanlandskjöt í fyrra haldi sér og verði greitt fyrir allt dilkakjöt á því verði. Þetta jafngildir ríflega 9% hækkun á verði til bænda.
Áður hafði Sláturfélag Vopnfirðinga gefið út sína verðskrá fyrir 2009.

Ærkjöt lækkar nokkuð í verði, enda hefur ærkjöt átt erfitt uppdráttar í samkeppni á kjötmarkaði undanfarna mánuði. Bændur eru hvattir til að panta slátrun sem fyrst, því einhverjir sláturdagar eru að verða þéttsetnir.

Verðskrá SAH, smellið hér.

Verðskrá SV, smellið hér.