Sænska jólapylsan komin í verslanir

Sænska jólapylsan frá Kjarnafæði er komin í verslanir. Sænska jólapylsan sló svo um munaði í gegn í fyrra og var salan langt umfram áætlanir. Eftirvæntingin eftir Sænsku jólapylsunni var mikil í ár og voru margir viðskiptavinir farnir að hringja inn í Kjarnafæði og spyrjast fyrir um hvort hún kæmi ekki örugglega aftur í ár.

Sænska jólapylsan frá Kjarnafæði er komin í verslanir. Sænska jólapylsan sló svo um munaði í gegn í fyrra og var salan langt umfram áætlanir. Eftirvæntingin eftir Sænsku jólapylsunni var mikil í ár og voru margir viðskiptavinir farnir að hringja inn í Kjarnafæði og spyrjast fyrir um hvort hún kæmi ekki örugglega aftur í ár.

Það er aldagömul hefð í Svíþjóð að bjóða upp á sérstaka jólapylsu um hátíðina. Það er greinilegt að sama hefð er að myndast hér á landi. Uppskriftin er fengin frá Gamlestadens Chark í Gautaborg og er farið eftir ströngustu fyrirmælum um framleiðslu hennar. Þetta er ævaforn uppskrift, enda leggja Svíar mikið upp úr hefðinni við framleiðslu á Jólapylsum.

Í Sænsku jólapylsunni frá Kjarnafæði er nauta- og svínakjöt og pylsan er krydduð með engifer og múskat, sem gefur henni ekta jólabrag.

 

Sænska jólapylsan er forsoðin og því þarf einungis að hita hana í potti en einnig má steikja hana á pönnu. Sígilt er að borða Sænska jólapylsu með kartöflustöppu, rauðbeðum eða –káli og ekki skemmir fyrir að hafa gott sinnep með.

 

Sænska jólapylsan er skemmtileg tilbreyting við hinn hefðbundna jólamat og lífgar upp á jólahlaðborðið.

 

Sænska jólapylsan er mjólkurlaus, án MSG, án eggja og án allra rotvarnar- og bindiefna.

 

Innihaldslýsing: (smella hér)