Pappírslaus viðskipti Kjarnafæðis

Kæri viðskiptavinur,

Kjarnafæði mun nú um mánaðarmótin október/nóvember taka upp verklag til að minnka pappírsnotkun og stór hluti af því er að senda reikninga og afgreiðsluseðla í tölvupósti. Það kann að vera að fyrirtæki þitt vilji fá reikninga og afgeiðsluseðla senda á mismunandi netfang og verðum við að sjálfsögðu við því. Áfram staðfestir þú móttöku vörunnar með rafrænni kvittun hjá flutningsaðila okkar, Eimskip/Flytjanda. Við vonum að þessu verði bæði sýndur skilingur og jákvæðni.

Sért þú ekki með skráð netfang hjá okkur eða færð ekki afgreiðsluseðla nú þegar í tölvupósti þá endilega sendu okkur upplýsingar um kennitölu, nafn og almennt netfang fyrir afgreiðsluseðlana. Senda má það á kjarnafaedi@kjarnafaedi.is eða hringja í okkur í síma 460 7400.

Virðingafyllst,
Starfsfólk Kjarnafæði
Svalbarðseyri 16. október 2019