Óveður setur strik í reikninginn

Kæru viðskiptavinir

Vegna óveðurs er ófært víðast hvar á landinu og af þeim sökum liggja allir vöruflutningar niðri um nánast allt land. Eins og gefur að skilja er flutningur á okkar vöru í Kjarnafæði engin undantekning á því. Nú er ljóst að engar vörur fara frá okkur í dag miðvikudaginn 11.12.2019 ekki frekar en í gær þriðjudag. Að öðru leiti er starfsemi okkar í fullum gangi og alltaf hægt að hringja í okkur á opnunartíma í síma 460-7400 eða senda póst á sala@kjarnafaedi.is

Við vonumst hinsvegar innilega til að allar þær vörur sem áttu að fara frá okkur í gær og dag komist frá okkur á morgun. Þær skili sér þá til ykkar viðskiptavina á föstudag til þeirra sem eru á Norður-, Vestur- og Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Ekki er vitað hvort vörur á Vestfirði eða Suðurland komist fyrir helgi en auðvitað bindum við vonir við það.

Okkur þykir þetta miður en víst lítið hægt að gera þegar kemur að veðrinu. 

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar ekki hika við að hafa samband við okkur. 

Starfsfólk Kjarnafæðis.