Öskudagurinn 2014 - myndir

Fjörugur öskudagur
Fjörugur öskudagur
Kátir og söngelskir krakkarnir komu til okkar á öskudaginn.

Þeir voru hressir, kátir og söngelskir krakkarnir sem komu til okkar á öskudaginn. Búningarnir voru auðvitað misjafnir og misjafnlega mikið lagt í þá. Til að mynda fengum við raðhús í heimsókn ásamt höfðulausum manni, björgunarsveitarmanni, prinsessum, vanpírum og svo mætti lengi telja. Þá var hljómsveitin Kiss vinsæl þetta árið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar, hvort sem það var á Svalbarðseyri eða í Fjölnisgötuna á Akureyri.

Endilega að kíkja á myndirnar með því að smella hérna