Nýr upplýsingavefur um kjöt

Nýr upplýsingavefur um kjöt hefur verið opnaður á slóðinni http://www.kjotbokin.is/.  Vefritið kemur í stað Íslensku kjötbókarinnar sem kom út á prenti árið 1994 en hefur verið ófáanleg um nokkurn tíma.

Nýr upplýsingavefur um kjöt hefur verið opnaður á slóðinni http://www.kjotbokin.is/.  Vefritið kemur í stað Íslensku kjötbókarinnar sem kom út á prenti árið 1994 en hefur verið ófáanleg um nokkurn tíma.

Útgefandi vefritsins er Matís ohf. en höfundar Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson og Gunnþórunn Einarsdóttir, starfsmenn Matís. Til að byrja með verður einungis að finna upplýsingar um lambakjöt en aðrar kjöttegundir munu koma í kjölfarið. Í nýju bókinni eru vandaðar myndir af kjötinu, upplýsingar um kjötmat og það hvaðan úr skrokk einstakir vöðvar eru teknir, stærð og þyngd stykkja ásamt öllum heitum þeirra. Hægt er að prenta út upplýsingaspjöld um hvern bita og nálgast margskonar efni sem tengist kjöti, m.a. um prótein-, fitu- og kolvetnainnihald. Aðgangur að kjötbókinni er ókeypis.