'Nafni' fyrstur í úrslit

Vinningshafi fyrstu undankeppninnar í Íslandsmeistaramótinu í pylsuáti heitir Andri Yngvason, betur þekktur af hlustendum Capone sem Nafni. Nafni náði að setja ofan í sig 4 pylsur og brauð á þeim 3 mínútum sem menn fá í undankeppninni.

Vinningshafi fyrstu undankeppninnar í Íslandsmeistaramótinu í pylsuáti heitir Andri Yngvason, betur þekktur af hlustendum Capone sem Nafni. Nafni náði að setja ofan í sig 4 pylsur og brauð á þeim 3 mínútum sem menn fá í undankeppninni.

Góða viðleitni sýndi einnig keppandi að nafni Andri Reyr sem náði að troða ofan í sig 2 og 1/2 pylsu með brauði.  Keppendur höfðu orð á því að helsta þrautin væri að koma ofan í sig öllu þessu brauði.

Vonbrigði fyrstu umferðar var klárlega umdeildur árangur Stjána Stuð en aðdáendur hans bundu þónokkrar vonir við kappann.  Stjáni kláraði hér um bil allar pylsurnar en skyldi svo brauðin eftir tóm á diski sínum. 'þetta er pylsuátskeppni, ekki pylsu og brauðátskeppni' sagði Stjáni.

Meðfylgjandi er mynd af sigurvegaranum 'Nafna'.