Mjólkurlausar vörur frá Kjarnafæði

Í upphafi skólatíðar er vert að vekja athygli á að kjötvörur frá Kjarnafæði eru mjólkurlausar, að lifrarpylsu undanskilinni. Má þar meðal annars nefna pylsur, kjötfars, kjötbúðinga, álegg og bjúgu.

Í upphafi skólatíðar er vert að vekja athygli á að kjötvörur frá Kjarnafæði eru mjólkurlausar, að lifrarpylsu undanskilinni. Má þar meðal annars nefna pylsur, kjötfars, kjötbúðinga, álegg og bjúgu.

Það eru sífellt fleiri og fleiri einstaklingar sem greinast með ýmis mataróþol og/eða –ofnæmi. Þeir sem hafa umsjón með mötuneytum þekkja það vel hversu margt þarf að varast. Mjólkurprótein og mjólkursykur (laktósi) eru meðal algengustu fæðuofnæmis/-óþolsvalda á Íslandi og er td. talið að í kringum 10% þjóðarinnar sé með mjólkuróþol. Því er mjög mikilvægt að matráðar í eldhúsum séu vel á varðbergi hvað varðar innihald í vörum.

Kjarnafæði hefur verið í fararbroddi þeirra matvælafyrirtækja á Íslandi sem vinna að því að fjarlægja sem flest þekkt ofnæmis-/óþolsvaldandi hráefni.

Eins og áður segir hefur Kjarnafæði komið til móts við kröfur mötuneyta og neytenda og fjarlægt mjólk úr nánast öllum sínum kjötvörum. Einungis lifrarpylsa og súrmatur (súrmysan) eru enn með mjólkurvörum í - en það hægt að sérpanta lifrarpylsu  án mjólkur.

Hefur þessi aðgerð strax vakið mikla lukku og mun Kjarnafæði halda áfram á þessari braut. Einnig má benda á að allar kjötvörur frá Kjarnafæði eru eggjalausar og að sjálfsögðu án MSG (þriðja kryddið E-621).