Mikil kjötsala fyrir hátíðarnar

Íslendingar átu íslenskt um hátíðarnar samkvæmt upplýsingum frá Félagi afurðastöðva en þar eru menn afar sáttir við kjötsöluna fyrir hátíðarnar. Nokkur aukning virðist vera í kjötsölu á milli ára. Sölutölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmdastjóra SAH afurða á Blönduósi og formanns Félags afurðastöðva, virðist vera nokkur aukning í kjötsölu á milli ára.
Íslendingar átu íslenskt um hátíðarnar samkvæmt upplýsingum frá Félagi afurðastöðva en þar eru menn afar sáttir við kjötsöluna fyrir hátíðarnar. Nokkur aukning virðist vera í kjötsölu á milli ára. Sölutölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmdastjóra SAH afurða á Blönduósi og formanns Félags afurðastöðva, virðist vera nokkur aukning í kjötsölu á milli ára.

Hann segir það ekki hafa farið á milli mála í jólamánuðinum að neytendur hafi valið íslenskt á jólaborðið. Íslendingar átu íslenskt um hátíðarnar samkvæmt upplýsingum frá Félagi afurðastöðva en þar eru menn afar sáttir við kjötsöluna fyrir hátíðarnar. Nokkur aukning virðist vera í kjötsölu á milli ára. Sölutölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmdastjóra SAH afurða á Blönduósi og formanns Félags afurðastöðva, virðist vera nokkur aukning í kjötsölu á milli ára. Hann segir það ekki hafa farið á milli mála í jólamánuðinum að neytendur hafi valið íslenskt á jólaborðið. 

Sigurður segir kjötframleiðendur hafa fundið fyrir miklum velvilja í garð íslenskra landbúnaðarafurða síðustu mánuði og að það hafi skilað sér í aukinni sölu fyrir hátíðarnar. Þá segir hann kjötvinnslurnar hafa mætt aukinni eftirspurn með því að bjóða upp á meira úrval en nokkru sinni fyrr af íslenskum kjötvörum á jólaborðið.

Lambakjötið var þar fremst í flokki að sögn Sigurðar. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um sölu á innfluttu kjöti en kveðst hafa tilfinningu fyrir því að æ fleiri hafi valið íslenskt lamb en innflutta krókódíla og kengúrur.

Sigurður segir að mesta aukningin sé sennilega í kjötvörum til jólagjafa og að Íslendingar hafi greinilega uppgötvað það fyrir þessi jóla að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Þá segir Sigurður að sér þyki leitt til þess að vita að þrátt fyrir aukna velvild í garð íslensks landbúnaðar skuli ríkisstjórnin ætla að halda sínu striki varðandi matvælafrumvarpið og gera þannig innlendum landbúnaði enn erfiðara fyrir en ella.

/ruv.is