MATUR-INN 2009

Sýningin MATUR-INN 2009 veður haldinn Íþróttahöllinni á Akureyri 3. & 4. október. Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.

Sýningin MATUR-INN 2009 veður haldinn Íþróttahöllinni á Akureyri 3. & 4. október. Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.

Líkt og áður er lagt upp úr því að sýningin verði í senn fjölbreytt og hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök, markaðssvæði verður einnig þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir sem gestir geta fylgst með, málstofur(workshop) um ýmislegt er varðar mat og matarmenningu og loks verður haldið málþing um íslenskan mat í tengslum við sýninguna.  Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun sem vafalítið mun draga að sér þúsundir gesta.

Eins og áður segir  verður sýningin á laugardegi og sunnudegi, 3. og 4. október. Sýningin verður opin báða dagana kl. 11-17. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis.

Meira um sýninguna inn á localfood.is, smellið hér.