Margrét og Gestur Einar þulir á sýningunni

Útvarpsfólkið Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal hafa tekið að sér að vera þulir á sýningarsvæðinu meðan á sýningunni stendur. Þau munu vekja athygli gesta á þeim fjölmörgu viðburðum sem í húsinu verða, bæði í sýningarsölum, í eldhúsinu og á sviði Gryfjunnar. Útvarpsfólkið Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal hafa tekið að sér að vera þulir á sýningarsvæðinu meðan á sýningunni stendur. Þau munu vekja athygli gesta á þeim fjölmörgu viðburðum sem í húsinu verða, bæði í sýningarsölum, í eldhúsinu og á sviði Gryfjunnar.

Margrét er raunar þrautreynd í þessu hlutverki því hún kom einnig að síðustu sýningu. Í ár er sýningin enn viðameiri og saman munu þau tvö halda uppi mikilli stemmningu.

Enn er tekið á móti skráningu þátttakenda á sýninguna en markmiðið með henni er að sögn Júlíusar Júlíussonar talsmanni sýningarstjórnar og stjórnarmanni félagsins Matur úr héraði, að vekja athygli fólks á þeirri miklu fjölbreytni og gæðum matvæla sem er á Norðurlandi. Jafnframt sýningunni verða ýmsar skemmtilegar uppákomur og má sem dæmi nefna fræðslusmiðjur um ýmislegt sem tengist mat og matarmenningu, borðbúnaður verður sýndur, keppt verður í samlokugerð, kjötiðnaðarnemar spreyta sig og þekktir einstaklingar keppa í matreiðslu.