Lifrarpylsan frá Kjarnafæði, gamaldags og góð

Lifrarpylsan frá Kjarnafæði er gerð með gamla laginu. Uppskriftin kemur frá Rannveigu Eiðdóttur, móður þeirra Kjarnafæðisbræðra, uppskrift sem hún lærði af móður sinni upp úr aldamótum. Uppskrift hennar er notuð alveg óbreytt við framleiðsluna hjá Kjarnafæði enda ber bragðið og áferðin merki þess að þarna er ekta slátur á ferð, gamaldags og gott. 

Lifrarpylsan frá Kjarnafæði er gerð með gamla laginu. Uppskriftin kemur frá Rannveigu Eiðdóttur, móður þeirra Kjarnafæðisbræðra, uppskrift sem hún lærði af móður sinni upp úr aldamótum. Uppskrift hennar er notuð alveg óbreytt við framleiðsluna hjá Kjarnafæði enda ber bragðið og áferðin merki þess að þarna er ekta slátur á ferð, gamaldags og gott. 

Gott hráefni er lykillinn að góðu slátri. Lifrarpylsan frá Kjarnafæði inniheldur lifur eingöngu úr lambi. Hún inniheldur engin aukefni, engu próteini er bætt í lögunina og hrein mjólk (ekki mjólkurduftsblanda) er notuð við framleiðsluna. Já, bara alveg eins og hún 'amma' Ranna gerði.

  • Engin aukefni
  • Ekkert hveiti
  • Ekkert sojaprótein

Lifrarpylsan er auðug af járni, steinefnum og vítamínum, sérstaklega A-vítamíni. Járn er það næringarefni sem helst er af skornum skammti í fæði kvenna og barna víða um heim. Samkvæmt íslenskri könnun á mataræði er meðalneysla á járni talsvert undir ráðlögðum dagsskammti hjá konum, en konur á barneignaraldri ásamt ungbörnum og unglingum sem vaxa hratt hafa aukna þörf fyrir járn. A-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigði slímhúðar og er auk þess mikilvægt til þess að sjónin haldist heilbrigð og er forsenda þess að við sjáum í rökkri. Skortur á þessu vítamíni veldur náttblindu.

Innihaldslýsing