Kjarnafæðismótið í körfubolta (myndir)

Áhuginn leyndi sér ekki úr andlitum barnanna
Áhuginn leyndi sér ekki úr andlitum barnanna

Kjarnafæði hefur síðustu ár verið stoltur styrktaraðili körfuboltamóts Þórs fyrir krakka í 1.-6. bekk. Mótið í ár var engin undantekning en yfir 100 krakkar tóku þátt úr fjórum liðum. Auk heimamanna í Þór mættu til leiks, Höttur, Tindastóll og Fjarðarbyggð. Við í Kjarnafæði viljum þakka unglingaráði Þórs fyrir samstarfið og viljum benda ykkur á að hægt er að nálgast myndir frá mótinu af væntanlegum framtíðar stjörnum íslensks körfubolta með því að smella HÉR