DV. Kjarnafæði með besta hangikjötið.

Jólahangikjötið frá Iceland sem Kjarnafæði framleiðir fékk hæstu einkunn eða 8,7 í árlegri bragðkeppni DV.

Það er alltaf gaman að vinna til verðlauna og sú markvissa vinna sem unnin er í vöruþróun og í gæðaeftirliti innan fyrirtækisins er að skila sér í betri vörum, segir Gunnlaugur Eiðsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Þetta er hvatning til að gera enn betur. Svínahamborgarhryggurinn okkar lenti í þriðja sæti núna en við höfum verið að vinna í vöruþróun með hann og hangikjötið okkar er í tveimur af þremur efstu sætunum. Það er hól til kjötiðnaðarmeistaranna okkar, þeir eiga allan heiðurinn af markvissri vöruþróun og vönduðum vinnubrögðum. 

 

Hér má sjá einkunnirnar sem Kjarnafæðishangikjötið fékk og einnig slóðina á DV þar sem niðurstöður eru birtar

 

1 Iceland hangikjöt

Meðaleinkunn: 8,7

Björgvin Mýrdal: „Fínt reykbragð. Mikil fita. Mjög gott.“

Eiríkur: „Ágætisbragð. Áferð góð. Milt reykbragð.“

Gissur: „Vel af fitu í kjöti. Gott reykbragð.“

Jakob: „Gott reykbragð. Gott útlit. Mátuleg fita. Mátulegt salt.“

Hrefna: „Gott reykbragð og frekar feitt kjöt. Þetta mundi ég vilja í tartaletturnar mínar sem er uppáhaldsjólamaturinn minn.“

Þráinn: „Vel af góðri fitu sem gefur gott bragð.“

 

http://www.dv.is/consumer/2012/12/10/hangikjotid-fra-iceland-er-best/