Kjarnafæði í umhverfisátaki

Kjarnafæði hefur samið við Gámaþjónustu Norðurlands um flokkun og endurvinnslu á sorpi. Flokkað verður frá allt endurnýtanlegt efni og sett í þar tilgerða gáma. Kjarnafæði hefur samið við Gámaþjónustu Norðurlands um flokkun og endurvinnslu á sorpi. Flokkað verður frá allt endurnýtanlegt efni og sett í þar tilgerða gáma.

Það sorp sem flokkað er hjá Kjarnafæði, er m.a. pappi, glært plast, pappír frá skrifstofu, plastílát o.fl og er gengið alla leið í flokkun miðað við staðla Gámaþjónustunnar um endurvinnslu. Um er að ræða allar deildir Kjarnafæðis, jafnt vinnslu, pökkunardeild,  sem og skrifstofu og afgreiðslu.

Kjarnafæði verður frumkvöðull á þessu sviði, þar sem ekkert einkarekið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu gengur svona langt í flokkun og endurvinnslu. Um er að ræða eitt skref af mörgum í átaki Kjarnafæðis í umhverfis- og gæðamálum.