Kjarnafæði fær styrk til kennslu á vinnustað

Mynd: Odd Stefán
Mynd: Odd Stefán
Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík 10. feb. var fjallað um menntun og vöxt. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið og afhenti fimm fyrirtækjum styrki SI til kennslu á vinnstað. Fyrirtækin sem hlutu styrk að þessu sinni eru Kjarnafæði, Gullkistan, Sveinbjörn Sigurðsson, Vélaverkstæði Hjalta og Vélsmiðja Hornafjarðar.

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík 10. feb. var fjallað um menntun og vöxt. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið og afhenti fimm fyrirtækjum styrki SI til kennslu á vinnstað. Fyrirtækin sem hlutu styrk að þessu sinni eru Kjarnafæði, Gullkistan, Sveinbjörn Sigurðsson, Vélaverkstæði Hjalta og Vélsmiðja Hornafjarðar.

Samtök iðnaðarins veita árlega 10 milljónum króna til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum, sérstaklega í þeim greinum sem erfitt er að fá nema eða taka við nemum í vinnustaðakennslu. Styrknum er ætlað að koma til móts við kostnað fyrirtækja af vinnustaðakennslu en ekki til að greiða hann að fullu. Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að leggja a.m.k. sambærilega fjárhæð til verkefnisins enda er vinnutaðakennsla hluti af opinbera menntakerfinu. Um er að ræða lögbundið nám á framhaldsskólastigi þar sem vel er séð fyrir kennslu í skóla en stjórnvöld leggja ekkert til starfsþjálfunar í fyrirtækjum.

Styrkurinn er veittur fyrirtækjum í iðnaði (einkum þeim sem greiða iðnaðarmálagjald) sem annast vinnustaðakennslu í víðri merkingu. Áhersla er lögð á nám í löggiltum og viðurkenndum iðn- og starfsgreinum á framhaldsskólastigi. Styrkur er veittur fyrirtækjum sem annast skilgreinda kennslu á vinnustað í samræmi við samþykkta námskrá. Í þessum hópi eru einnig fyrirtæki sem standa utan SI.

Áherslur í styrkveitingu eru mismunandi. Eitt árið er lögð áhersla á tiltekna grein en aðra næsta ár. Styrkveiting skal eins og kostur er svara eftirspurn eftir nemum í starfsþjálfun. Auk löggiltra iðngreina kemur til álita að styrkja vinnustaðakennslu í tilteknum háskólagreinum og í öðrum greinum sem a.m.k. enn hafa ekki verið samþykktar í námskrá og þar sem verkleg kennsla er ófullnægjandi.