Kjarnafæði 25 ára

Mynd: Arnar Líndal Sigurðsson
Mynd: Arnar Líndal Sigurðsson
Nú fagnar Kjarnafæði 25 ára afmæli sínu. Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir stofnuðu Kjarnafæði 19. mars 1985. Kjarnafæði er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast hvað best þar sem eigendur og fjölskyldur þeirra leggja hjarta sitt og sál í fyrirtækið. 

Nú fagnar Kjarnafæði 25 ára afmæli sínu. Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir stofnuðu Kjarnafæði 19. mars 1985. Kjarnafæði er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast hvað best þar sem eigendur og fjölskyldur þeirra leggja hjarta sitt og sál í fyrirtækið. 

Á þessum 25 árum hefur fyrirtækið vaxið hratt og dafnað vel. Fyrstu árin fór starfsemin fram í litlu húsnæði þar sem þeir bræður unnu ásamt fjölskyldum sínum. Fyrirtækið er nú í hópi öflugustu kjötvinnslufyrirtækja landsins.  

25 ára afmælinu verður fagnað með veglegum hætti í sumar en þangað til munu verða sérstök hátíðartilboð í tilefni afmælisársins fyrir mötuneyti og veitingahús.