KA Kjarnafæðismeistari 2015

Mynd: Þórir Tryggvason, Akureyri.net
Mynd: Þórir Tryggvason, Akureyri.net

KA mætti KA2 í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á föstudaginn en mótið er æfingamót skipulagt og haldið af Knattpyrnudómarafélagi Norðurlands. Svo fór að KA vann ungu strákana í KA2 3:0 en það var gaman að fylgjast með ungu strákunum í KA2 sem gáfu þeim eldri lítið eftir. 

Nánar má lesa um leikinn á Akureyri.net en Jóhann Helgason leikmaður KA var valinn maður leiksins en hann skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin í leiknum. Hann fékk að launum gjafabréf frá Kjarnafæði og þá fær einnig markahæsti leikmaður mótsins sem ekki enn hefur verið kunngjört þar sem úrslitaleikirnir eru ekki allir búnir, líka gjafabréf. Leikjum Þórs2 og Leiknis F. og einnig KF og Magna var frestað á sunnudaginn. Sá fyrrnefndi fer fram á föstudagskvöldið næstkomandi en síðarnefndi á laugardagskvöldið næsta.

Þá hirtu Þórsarar þriðja sætið en þeir mættu Völsungi og höfðu öruggan sigur 5:0. Þórsarar byrjðu vel og komust yfir strax á 7. mínútu. Þeir skoruðu svo fjögur mörk í seinni hálfleik, meðal annars tvö í uppbótartíma. Maður leiksins var Kristinn Þór Björnsson sem skoraði tvö af mörkum Þórsara. Lesa má nánar um þann leik með því að smella hér.