Jólin koma

Það fer ekki á milli mála þegar komið er inn í vinnslusali Kjarnafæðis þessa dagana að mikið stendur til. Jólatörnin er í fullum gangi og þrátt fyrir mikið álag er þessi árstími skemmtilegur fyrir starfsmenn Kjarnafæðis.
Það fer ekki á milli mála þegar komið er inn í vinnslusali Kjarnafæðis þessa dagana að mikið stendur til. Jólatörnin er í fullum gangi og þrátt fyrir mikið álag er þessi árstími skemmtilegur fyrir starfsmenn Kjarnafæðis.

Áherslan er að venju hvað mest á hangikjöt og hamborgarhryggina en á síðustu tveimur árum hefur Sænska Jólapylsan verið að koma sterk inn. “‘Fólk hefur minna á milli handanna og þá finnst mörgum gott að geta gripið í ódýran kost þegar fólk vill hafa hátíðlegan mat, sérstaklega á aðventunni” segir Eggert Þór Ingólfsson, sölumaður hjá Kjarnafæði. “En hangikjötið er tvímælalaust vinsælast fyrir jólin, enda er fólk fastheldið á sína jólasiði. Það er eftirtektarvert hversu mikið hangiframpartur með beini hefur verið að sækja í sig veðrið og einnig hefur verið töluverð aukning í tvíreyktum húskarla hangilærum, sem Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit hefur selt mikið af.”

Eitt tekur síðan við af öðru. Þorravertíðin brestur á í janúar og þar er Kjarnafæði afar stór framleiðandi – reyndar var byrjað að huga að framleiðslu á þorramatnum strax í ágúst sl. Og síðan koll af kolli, við tekur sprengidagurinn með saltkjötinu og í framhaldinu páskavertíðin og grilltíminn í kjölfarið. Unnið er á vöktum allan ársins hring til þess að mæta eftirspurn eftir framleiðsluvörum Kjarnafæðis.