Jólaleikur Kjarnafæðis

Margrét Blöndal og Felix Bergsson vakna með hlustendum Rásar 2 á laugardagsmorgnum í þættinum Bergsson og Blöndal. Nú taka þau höndum saman með Kjarnafæði og leita að hinum eina sanna kjarna jólanna. Þú getur tekið þátt með því að senda hugleiðingu eða góða sögu um kjarna jólanna á bergsonogblöndal@ruv.is og átt möguleika á að vinna glæsilega matarkörfu frá Kjarnafæði. Fylgist með Bergson og Blöndal alla laugardaga fram að jólum og takið þátt í þessum skemmtilega jólaleik.

Margrét Blöndal og Felix Bergsson vakna með hlustendum Rásar 2 á laugardagsmorgnum í þættinum Bergsson og Blöndal. Nú taka þau höndum saman með Kjarnafæði og leita að hinum eina sanna kjarna jólanna. Þú getur tekið þátt með því að senda hugleiðingu eða góða sögu um kjarna jólanna á bergsonogblöndal@ruv.is og átt möguleika á að vinna glæsilega matarkörfu frá Kjarnafæði. Fylgist með Bergson og Blöndal alla laugardaga fram að jólum og takið þátt í þessum skemmtilega jólaleik.

Þátturinn Bergson og Blöndal er á ljúfum nótum í anda umsjónarmannanna. Margrét er alla jafna í hljóðveri á Akureyri og Felix í Reykjavík, en jafnframt verður þátturinn sendur út héðan og þaðan, innan lands sem utan. Meðal fastra liða eru Topp 10 listinn (þar sem umsjónarmenn skoða allt á milli himins og jarðar), Furðufréttir Bergsson og Blöndal, Hvunndagshetjan, Maður vikunnar og Tónlistargetraun. Tónlistin er auðvitað stór hluti þáttarins og þar glitrar á eldri perlur í bland við nýja og ferska tónlist Rásar 2.

Ljúfir laugardagsmorgnar á Rás 2