Jóhannes með fulla kistu af mat

Mynd: Kristján Kristjánsson 2009
Mynd: Kristján Kristjánsson 2009
Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.

Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.

Í kistunni var m.a. lambalæri, lambahryggur, hakk, kjötfars, hamborgarar og svo fiskur frá Norðanfiski. Þessu til viðbótar færði Eiður þeim Jóhannesi og Hildi svo girnilegt lambalæri í kvöldmatinn. Þau hjón voru að vonum ánægð með þessa heimsókn.

Lukkuleikurinn var einfaldur leikur, þátttakendur þurftu aðeins að heimasækja heimasíðu fyrirtækisins og skrá sig og var þátttakan alveg ótrúleg, en þátttakendur voru um 1.500.