ISO vottunin í höfn

Nú er komin staðfesting á ISO9001 vottun hjá Kjarnafæði. sjá meira

"Það tekur alltaf tíma að fá staðfestingu á svona vottunum. Þetta þarf að samþykkja hjá höfuðstöðvunum erlendis þar sem við erum með alþjóðlegan vottunaraðila," segir Eðvald Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæðis. Fyrirtækið hefur eftir mikla vinnu hlotið þessa vottun sem Eðvald segir fyrirtækinu mjög dýrmæt. "Þetta virkar þannig að við erum með okkar eigið ISO númer eða FM 636401, en FM númerið staðfestir þá sem hafa farið gegnum allt ISO úttektarferlið. Nú hefst markaðssetning á þessari vottun, bæði hér innanlands og utan. Við erum fyrsta og eina matvælafyrirtækið á Íslandi með áherslu á kjötvörur sem hefur þessa vottun. Það sýnir bara metnað og vilja hjá okkur að standa okkur vel á erfiðum samkeppnismarkaði. Það er mikill lærdómur að fara þessa vegferð sem svona vottunarferli er og við höfum lært að hlusta betur á viðskiptavininn og einnig að nýta okkur skilaboð frá viðskiptavinum, bæði mötuneytum, verslunum og einstaklingum. Við lifum jú á að vörurnar okkar seljist og líki vel, segir Eðvald. Hér má sjá slóð á "vottunina"

Fyrri frétt Kjarnafæðis um málið má lesa með því að smella hér.