Íslandsmótið í pysluáti 2007

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á menningarnótt í miðbæ Reykajvíkur þann 18. ágúst næstkomandi.  Það eru Reykjavík FM 105,5 og Kjarnafæði sem standa að mótinu.

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á menningarnótt í miðbæ Reykajvíkur þann 18. ágúst næstkomandi.  Það eru Reykjavík FM 105,5 og Kjarnafæði sem standa að mótinu.

Keppnin fer þannig fram að skráning í undankeppnina verður daganna 7.-10. ágúst á Reykjavík FM 105,5.  Daganna 13. - 17. ágúst fer svo fram undankeppnin í beinni hjá Capone, þar sem að einn sigurvegari stendur uppi í lok hvers dags.  Sigurvegararnir fjórir mætast svo í úslitakeppninni á menningarnótt við hátíðlega athöfn.

Keppendur hafa 12 mínútur til að renna ofan í sig eins mörgum bragðgóðum Pylsum frá Kjarnafæði (með brauði) og þeir mögulega geta.

Geta má þess að núverandi heimsmeistari, Joey Chestnut, sporðrendi hvorki meira né minna en 66 pylsum til að standa uppi sem heimsmeistari 2007 og bætti þar með heimsmet fyrrum meistara, Takeru Kobayashi, um heilar 12 pylsur.